-8.3 C
Selfoss
Home Fréttir Fyrirlestrar framundan hjá Stúdó sport á Selfossi

Fyrirlestrar framundan hjá Stúdó sport á Selfossi

0
Fyrirlestrar framundan hjá Stúdó sport á Selfossi
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir og Bjarni Fritzson íþróttaþjálfari.

Þegar Stúdíó Sport opnaði verslun við Austurveg á Selfossi var ákveðið að hafa verslunina lifandi þ.e. gera eitthvað öðruvísi og meira en gengur og gerist í öðrum verslunum. Eitt af því var að bjóða upp á fyrirlestra. Fyrirlestrarnir fjalla um hreyfingu, heilsu, mataræði og alveg yfir í jákvæða hugsun, markmið og fleira.

Stúdíó Sport var með sinn fyrsta fyrirlestur í janúar sl., en þeir voru fjórir talsins síðasta vor. Ekki voru fyrirlestrar í sumar en þeir byrjuðum aftur núna í haust en þá var Beggi Ólafs með með flottan fyrirlestur í september. Fyrirlestrarnir eru fyrir alla sem láta sig skipta um heilsu, hreyfingu og jákvæðni. Allir ættu að geta tekið eitthvað uppbyggilegt með heim eftir þessa fyrirlestra. Ásdísi grasalækni var með fyrirlestur þann 18. október þar sem hún fjallaði m.a. um heilsusamlegt mataræði án öfga, sykurlöngun og náttúruleg sætuefni, þarmaflóruna og áhrif hennar á heilsu okkar og líðan. Sigurjón Ernir verður svo með næsta fyrirlestur í nóvember og fjallar hann um áhrif matar á líkamann og föstu fyrir bætta heilsu. Einnig munu sérfræðingar frá Acics koma í verslunina í nóvember og ráðleggja viðskiptavinum við val á gönguskóm/hlaupaskóm. Í janúar kemur  Bjarni Fritz sem verður með fyrirlestur fyrir foreldra sem eiga börn í íþróttum og hvernig foreldrar geti hjálpað þeim að ná lengra. Bjarni hefur sterkan bakgrunn í íþróttum og var meðal annars landliðs- og atvinnumaður í handbolta. Bjarni hefur mikla reynslu af störfum með börnum og unglingum sem þjálfari, fyrirlesari, ráðgjafi og námskeiðishaldari. Stúdíó Sport hvetur að sjálfsögðu sem flesta til þess að koma og njóta þessa fyrirlestra sem boðið er upp á.