Þau Jón Marteinn Arngrímsson, formaður Ungmennaráðs Suðurlands, úr Grímsnes- og Grafningshreppi og Rebekka Rut Leifsdóttir, Rangárþingi ytra, sem er fulltrúi í Ungmennaráði Suðurlands kynntu starf Ungmennaráðs Suðurlands fyrir fundargestum á ársþingi SASS á Hveragerði í dag. Þau fóru yfir þau málefni sem brenna á ungmennum í á Suðurlandi. Meðal þess sem þau kom fram í máli þeirra er áskorun til sveitarfélaga og SASS að leysa vanda nemenda sem þurfa á heimavist að halda, m.a. nemendur við FSu. Þá skora þau á SASS og sveitarfélögin öll að efla þjónustustig Strætó sem sér um almenningssamgöngur á Suðurlandi, bæði með virku netsambandi og opnum salernum á lengri leiðum. Þá er hvatt til þess að niðurgreiðsla sé til nemenda og þeim gert auðveldara fyrir með greiðslur þannig að ekki þurfi að greiða fyrir kortið allt í einu heldur jafnist greiðslur frekar út yfir tímabilin.