Árlegur samráðsfundur ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra fór fram í 9. október sl. á Stracta Hótel Hellu. Góð mæting var á fundinn sem atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra stóð fyrir. Gestir voru úr öllum greinum ferðaþjónustunnar innan sveitarfélagsins.
Meðal gesta var Rögnvaldur Guðmundsson frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Kynnti hann nýútkomna skýrslu sína um ferðamenn í Rangárþingi ytra frá 2008–2017. Þá voru örkynningar frá þremur ferðaþjónustuaðilum, Strönd Restaurant, Buggy Xtreme og Hellinum að Hellum.
Markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins fór yfir hluta af þeim verkefnum sem hann hefur unnið að í samstarfi við atvinnu- og menningarmálanefnd og ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi yta.