-4.1 C
Selfoss

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót á Selfossi 2020 hafinn

Vinsælast

Framkvæmdanefnd Ungl­ingalandsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Sel­fossi um versl­un­ar­mannahelgina 2020, hefur tekið til starfa. Fyrsti fund­ur nefndarinnar var haldinn á Selfossi í liðinni viku.

Nefndina skipa þau Bergur Guð­mundsson, Umf. Selfoss, Gissur Jónsson, Umf. Selfoss, Gísli Hall­dór Halldórsson, bæjar­stjóri og full­trúi Sveitar­félagsins Árborgar, Guðmundur Jónasson, HSK, Guðríður Aadne­gard, HSK, Helgi S. Haraldsson, HSK, Jakob Burgel Ingvarsson, ungmenna­ráði Ár­borgar, Ragnheiður Högna­dóttir, UMFÍ og Þórir Haralds­son, Umf. Selfoss. Varamaður er Veigar Atli Magnússon, ung­menna­ráði Árborgar. Þá munu Bragi Bjarnason, menn­ingar- og frí­stundafulltrúi Árborgar, Engilbert Olgeirsson, fram­kvæmdastjóri HSK og Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda­stjóri ULM, starfa með nefndinni. Á fyrsta fundi nefndarinnar var Þórir skipaður for­maður, Gissur ritari og Guð­mundur gjaldkeri.

Unglingalandsmót UMFÍ hef­ur einu sinni áður verið haldið á Selfossi, en það var árið 2012. Þá tóku um 2.000 keppendur þátt og gera má ráð fyrir svipuðum fjölda um verslunarmannahelgina árið 2020, nánar tiltekið dagana 31. júlí til 2. ágúst.

Nýjar fréttir