1.7 C
Selfoss

Samstarfsverkefni íþróttahreyfinga í Árborg og Aarhus

Vinsælast

Um miðjan október sl. fór fimmtán manna hópur frá Umf. Selfoss, HSK, UMFÍ, Golf­klúbbi Selfoss og Sveitarfélaginu Árborg í heimsókn til Aarhus í Danmörku. Heimsóknin var liður í evrópsku samstarfsverkefni þar sem löndin heimsækja hvort annað.

Meginmarkmið verkefnisins er að fá nýjar hugmyndir og aðferð­ir til að vinna með ungu fólki í íþróttum, m.a. til að draga úr brott­falli og fá fleiri börn til að stunda íþróttir. Einnig að bæta gæði í starfi og gera það skilvirkara, ásamt því að byggja brýr milli sambærilegra stofnana í Aarhus og Árborg (Selfossi) til frekari samskipta og aukinnar þekkingar.

Þétt dagskrá var alla ferðina með fjölda fyrirlestra um ýmis­legt er tengist starfi DGI Øst­jylland (sambærilegt HSK) og aðildarfélaga þess. Íþrótta­mann­virki og stofnanir voru heimsóttar og fulltrúar íþróttagreina fengu kynningar hjá sambærilegum félögum í Aarhus.

Seinni liður verkefnisins er á dagskrá í lok nóvember nk. en þá koma Danirnir til Sel­foss og fræðast um íþróttastarfið á Íslandi. Allur kostnaður vegna verk­efn­isins er greiddur með Erasmus+ styrk frá Evrópu unga fólksins.

Nýjar fréttir