Þann 4. október sl. undirrituðu formaður og framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs Árborgar samning við Veðurstofu Íslands um rekstur veðurstöðvar á Selfossi. Í framhaldinu var haldið í vettvangsferð um Selfoss í leit að heppilegustu staðsetningu fyrir veðurstöðina.
Eftirtaldir grunnveðurþættir verða mældir á stöðinni: lofthiti í 2 m hæð yfir jörðu, vindátt og vindhraði í 10 m hæð yfir jörðu. Einnig verða gerðar mælingar á loftraka og úrkoma í 2 m hæð yfir jörðu.
Veðurstofa Íslands mun sjá um varðveiðslu gagnanna, reka gagnagrunninn og halda honum við. Nýjustu gögn verða birt á vef Veðurstofu Íslands og verða þau opin og aðgengileg almenningi.