Í veðurspá frá Veðurstofu Íslands er spáð hvassviðri eða storm, 15 -25 m/s. Hvassast syðst; í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.