Fimmtudaginn 20. september sl. afhentu fulltrúar frá Hilti-Snickers, BYKO á Selfossi og Fjölbrautaskóla Suðurlands nemendum í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina sérstakan öryggisfatnað. Þar var um að ræða öryggisskó, buxur, bol, smíðavesti og vetrarúlpu, auk öryggisgleraugna og öryggishjálms. Nemendur greiddu fyrir hluta af fatnaðinum og FSu hluta.
„Með þessu viljum við tryggja að allir komi vel búnir til vinnu og heilir til baka. Það er mikilvægt að öryggið sé strax sett framar öllu,“ segir Gunnar Bjarki Rúnarsson, verslunarstjóri BYKO á Selfossi.
BYKO gaf húsasmíðabrautinni í FSu auk þess fjórar Bosch borvélar.-ög