7.3 C
Selfoss

Glæsilegur árangur Judodeildar UMFS á Íslandsmóti JSÍ

Vinsælast

Íslandsmót Judosambands Íslands 2025 fyrir aldursflokkana U13, U15, U18 og U21 fór fram laugardaginn 12. apríl í húsnæði Judodeildar Ármanns. Alls voru 110 keppendur skráðir til leiks og um 100 mættu til keppni á mótsdegi.

Judodeild UMFS var þriðji stærsti klúbburinn og sendi 17 keppendur til leiks og skilaði liðið eftirtektarverðum árangri: 1 gullverðlaun, 4 silfurverðlaun og 9 bronsverðlaun.

Flott mót hjá hópnum en meirihlutinn fer einnig til Danmerkur næstu helgi að keppa á Copenhagen Open og í æfingabúðir.

Skemmtilegt var að fylgjast með yngstu krökkunum og þar á meðal Oleksii sem varð Íslandmeistari í U13. Fannar Júlíusson var með flotta endurkomu eftir pásu frá keppni. Óðinn og Gestur kepptu báðir upp fyrir sig um þyngdarflokk en stóðu sig virkilega vel þrátt fyrir þyngdarmuninn.

Gullverðlaun

  • Oleksii Ohorodnyk – U13 -50 kg

Silfurverðlaun

  • Ella Rogge – U18 -63 kg og brons í U21
  • Óðinn Ingason – U21 -60 kg
  • Mikael Ólafsson – U18 – 81 kg
  • Sigurður Baldvinsson – U13 -66 kg

Bronsverðlaun

  • Kolbrún Baldvinsdóttir – U13 -44 kg
  • Svava Stefánsdóttir – U13 -57 kg
  • Dynþór Halldórsson – U13 -42 kg
  • Ágúst Ragnarsson – U13 -50 kg
  • Fannar Júlíusson – U21 – 73 kg
  • Gestur Maríasson – U21 -60 kg og U18
  • Styrmir Hjaltason – U21 -81 kg

Jónas Gíslason – U15 – 66kg 4. sæti

Þjálfarar voru Egill Blöndal og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir.

Nýjar fréttir