Töluverðar breytingar munu eiga sér stað hjá Pennanum Eymundsson á næstunni. Versluninni þeirra í miðbænum á Selfossi verður lokað og nýtt 350 metra húsnæði opnað í staðinn við Larsensræti. Innanstokksmunir úr verslun Pennans Eymundssonar á Laugarvegi, sem verður lokað, verða nýttir í nýju versluninni. Einnig er verslun í Vík í Mýrdal fyrirhuguð í lok þessa árs eða í byrjun árs 2026.
Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.
Aðrar breytingar sem fyrirtækið hefur tekið er lokun á kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg og stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti. Ingimar Jónsson forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug.