Vormót Judosambands Íslands í flokkum fullorðinna var haldið í sal judodeildar ÍR laugardaginn 5. apríl sl. Judofélag Suðurlands sendi fimm keppendur og hlaut fjögur verðlaun.
Sara N. Ingólfsdóttir sigraði sinn flokk með glæsibrag þannig að eftir var tekið og Agla Ólafsdóttir sem er aðeins 16 ára og að keppa upp fyrir sig í aldri stóð sig með sóma og hlaut silfur. Íris Ragnarsdótttir missteig sig aðeins í byrjun en vann síðan örugglega gullverðlaun og ekki vafi á hver var bestur í hennar flokki þennan daginn.
Böðvar Arnarsson vann bronsverðlaun en átti mikið meira inni þó að ekki tækist að sýna það í þetta skiptið.