5 C
Selfoss

Huppumótið haldið í fyrsta sinn

Vinsælast

Sunnudaginn 6. apríl sl. hélt Fimleikadeild Selfoss Huppumótið í hópfimleikum í fyrsta sinn.

Mótið snerist fyrst og fremst um upplifun keppenda og æfingu í að gera keppnisæfingar fyrir framan áhorfendur, en sumir höfðu aldrei gert það áður. Engir dómarar voru á mótinu og fengu allir keppendur verðlaun fyrir sitt besta áhald. Ísbúð Huppu sendi svo alla keppendur heim með þátttökuverðlaun.

Tæplega 230 keppendur tóku þátt á mótinu í 23 liðum frá fimm félögum. Huppa sjálf mætti á staðinn og hvatti nemendur áfram ásamt því að veita verðlaun. Mótið heppnaðist vel og var mikil stemning allan daginn að sögn deildarinnar.

Ljósmynd: selfoss.net.
Ljósmynd: selfoss.net.
Ljósmynd: selfoss.net.
Ljósmynd: selfoss.net.

Nýjar fréttir