3.2 C
Selfoss

Geðbrigði sigraði Músíktilraunir 2025

Vinsælast

Músíktilraunir fóru fram í Hörpu í gærkvöld. Hljómsveitin Geðbrigði, sem er meðal annars frá Selfossi, bar sigur úr býtum.

Geðbrigði er drunga-þunga-pönk-rokk hljómsveit. Meðlimir hennar eru Þórhildur Helga Pálsdóttir söngkona, Ásthildur Emma Ingileifardóttir bassaleikari, Agnes Ósk Ægisdóttir gítarleikari og Hraun Sigurgeirs trommuleikari.

Hljómsveitin fékk fleiri verðlaun á hátíðinni. Þórhildur Helga var valin söngvari Músíktilrauna og hljómsveitin fékk verðlaun fyrir bestu textagerð á íslensku.

42 tónlistaratriði tóku þátt í Músíktilraunum í ár. Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum atriðanna og aðsókn á bæði undan- og úrslitakvöld var mjög góð.

Tíu atriði kepptu á úrslitakvöldinu og var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: hljóðverstímar, spilamennska á tónlistarhátíðum, flug með Icelandair og úttektir í hljóðfæraverslunum svo dæmi séu nefnd. Öllum keppendum sem komust í úrslit var boðið í Hitakassann; námskeið haldið af Hinu húsinu, Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborginni Reykjavík sem undirbýr ungt fólk fyrir feril í tónlist.

Nýjar fréttir