13.4 C
Selfoss

Vel heppnaðir Íslandsleikar á Selfossi

Vinsælast

Íslandsleikarnir fóru fram á Selfossi dagana 29. – 30. mars sl. Leikarnir eru íþróttaveisla fyrir einstaklinga sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Á leikunum voru fimm íþróttagreinar í boði: fótbolti, körfubolti, handbolti, fimleikar og frjálsar. Rúmlega 70 keppendur tóku þátt og var gleðin ríkjandi alla helgina.

Lionsfélagar í Lionsklúbb Emblu og Lionsklúbb Selfoss lögðu leikunum lið. Þeir aðstoðuðu við morgunverð fyrir þátttakendur sem gistu á Selfossi ásamt því að hjálpa til við verðlaunaafhendinguna, en öll sem tóku þátt fengu verðlaunapening.

Félagar í l.kl. Emblu og Selfoss.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir