7.8 C
Selfoss

Taílensk fiskisúpa

Vinsælast

Þóra Bjarnadóttir er matgæðingur vikunnar.

Ég þakka Snjólaugu vinkonu minni fyrir klukkið og læt mitt ekki eftir liggja. Ég deili hér uppskrift af dásamlega bragðgóðri fiskisúpu sem er frábær á köldum vorkvöldum þegar manni vantar að hlýja sér inn að hjartarótum.

Taílensk fiskisúpa fyrir 4

Kryddmauk – blandið saman:

2 msk rifinn ferskur engifer
2 tsk rautt curry paste
Smá kjúklingakraftur
3 msk fiskisósa
1 msk púðursykur
2 msk lime safi

 

Skerið niður:

1x rauð paprika
½ púrrulaukur
3x hvítlauksrif

 

Takið til:

2 stórar dósir kókosmjólk
500ml vatn
Rækjur
Hvítur fiskur skorinn í litla bita
Kóríander – skorinn smátt
Salt eftir smekk

Aðferð

Steikið grænmetið í olíu í potti þangað til það er orðið mjúkt. Blandið kryddmaukinu saman við og steikið í örfáar mínútur í viðbót. Bætið við kókosmjólk og vatni og látið malla. Að lokum bætiði við fiskmetinu og sjóðið til viðbótar í u.þ.b 10 mínútur. Bætið kóríander við að lokum og saltið eftir smekk.

Að lokum skora ég á hann Jóhann Valdimarsson þar sem ég þykist vita að hann sé nokkuð lunkinn í eldhúsinu.

Nýjar fréttir