8.9 C
Selfoss

Mímisbrunnur gefinn út í fyrsta sinn síðan 2017

Vinsælast

Sælir kæru Sunnlendingar.

Mímisbrunnur er heiti skólablaðs nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni og sér ritnefndarformaður ásamt fjögurra manna ritnefnd um að hanna og skrifa blaðið. Mímisbrunnur var síðast gefinn út árið 2017 en þegar Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir var kjörin ritnefndarformaður Mímis 2024-2025 ákvað hún að taka þessa hefð upp á ný og skrifa Mímisbrunn. Sæbjörg er því ritstjóri blaðsins en í ritnefndinni eru Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir, Hjördís Katla Jónasdóttir og Hrafntinna Jónsdóttir. Hafist var handa við að vinna að blaðinu í byrjun skólaárs og fram til útgáfudags. Í blaðinu má finna pistla um viðburði skólans, viðtöl við nemendur og kennara, ljóð eftir nemendur og alls kyns fleira skemmtilegt. Þar sem blaðið hafði ekki verið gefið út í 8 ár var því svo sannarlega fagnað og var haldið útgáfuhóf fimmtudaginn 27. mars sl. í skólanum þar sem nemendur komu saman til þess að fá sitt eintak, lesa, hlæja og skoða saman. Ritnefndin er afar stolt af útgáfu blaðsins. 

Ljósmynd: Aðsend.

Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir,

ritnefndarformaður nemendafélagsins Mímis.

Nýjar fréttir