3.7 C
Selfoss

Lífið er Kabarett!

Vinsælast

Lífið er kabarett er tónleikasýning með eldri söngnemendum Tónlistarskóla Rangæinga sem haldin verður 11. apríl nk. Tvær sýningar verða sýndar, ein klukkan 18 og önnur klukkan 21.

Upprunalega byrjaði Kabarett í Frakklandi árið 1880. Kabarett var blanda af tónlist, skopstælingu, ljóðum og pólitískum ádeilum og var flutt á litlum stöðum þar sem listamenn gátu tjáð sig frjálslega.

Í Tónlistarskóla Rangæinga er mikil gróska, mikið af flottum kennurum og fullorðnum nemendum en þeim hefur fjölgað til muna á síðastliðnum árum. Upp kom sú hugmynd að setja upp Kabarett-sýningu þar sem nemendur syngja lög frá árunum 1929-1960. 11 sönkonur takaþátt í verkefninu: Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir (kennari), Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, Brynhildur Sighvatsdóttir, Elísabeth Lind Ingólfsdóttir, Heiðbrá Ólafsdóttir, Drífa Nikulásdóttir, Guðrún María Guðmundsdóttir, Harpa M. Kjartansdóttir, Rebekka Katrínardóttir, Sólrún Lilja Pálsdóttir og Glódís Margrét Guðmundsdóttir (meðleikari) en Glódís vinnur þetta verkefni með Aðalheiði og spilar líka á píanó í hljómsveitinni.

Hljómsveitin er skipuð starfsfólki og nemanda skólans og öðrum íbúum Rangárþings: Glódís Margrét Guðmundsdóttir – píanó, Sandra Rún Jónsdóttir – trompet, Guri Hilstad – trompet, Árni Ólafsson – bassi, Ingibjörg Erlingsdóttir – kontrabassi, Mikael Máni Leifsson – trommur, hljóðmaður er Arnar Gauti Markússon.

Frá æfingu.
Ljósmynd: Aðsend.

Það er svo gaman að koma saman og vinna svona tónlistarverkefni með svo ólíkum hópi fólks á ólíkum stöðum í samfélaginu. Það er mikið lagt í sýninguna, bæði verið í fötum sem passa við tímabilið, lög sungin með ýmsum listrænum hreyfingum og tjáningu og annað sem kemur í ljós,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Veitingastaðurinn Midgard sér um léttar veitingar og þjónustu sem er innifalin í miðaverði. Gestir koma með sína eigin drykki og aldurstakmark er 18 ára. 

Almennt miðaverð er kr. 4900. Ef pantað er fyrir hópa sex eða fleiri er verð kr. 4500. Miðapantanir eru á songleikur@tonrang.is eða í síma 8238264, hægt er að millifæra á rkn. 0123-26-096367, kt. 190775-5269. 

Mælt er með því að panta sem fyrst!

Mynd: Aðsend.

Nýjar fréttir