Það verður kaffihúsastemning í kvöldmessu í félagsheimilinu Árnesi sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 20:30. Þar mun Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngja hugljúf lög og sálma undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista. Orð og bænir verða fluttar á milli söngva en sérstakur gestur verður Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri kirkjunnar. Hún flytur ávarp og afhendir völdum kórfélögum Liljuna sem er viðurkenning fyrir áratugastarf í kirkjukór. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa notalegu kvöldsamveru í Árnesi, heitt á könnunni og sæti fyrir alla.