6.2 C
Selfoss

Fólk frá átta löndum lásu ljóð á sínu tungumáli

Vinsælast

Þann 20. mars sl. kom fólk frá átta þjóðlöndum saman í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og las ljóð á sínum tungumálum. 

Tilefnið var alþjóðadagur ljóðsins og hafa Bókabæirnir austan fjalls ávallt leitast við að gera þeim degi skil á einhvern hátt allt frá stofnun félagsskaparins. 

Alþjóðadagur ljóðsins er reyndar 21. mars en í ár var viðburðurinn í samstarfi við Listasafn Árnesinga sem er með lengri opnunartíma og ýmiss konar viðburði á fimmtudögum. 

Lesarar völdu ljóðin sjálfir og lásu á sínum tungumálum en sögðu frá höfundi þeirra og útskýrðu tilurð og innhaldi ýmist á ensku eða íslensku. Augljóst var að mikill metnaður var lagður í flutning og framsetningu ljóðanna sem svo sannarlega hreyfðu við áheyrendum.

Ljósmynd: Sigurður Ellert Sigurjónsson.
Ljósmynd: Sigurður Ellert Sigurjónsson.

Tvö tónlistaratriði skreyttu viðburðinn og safnið bauð upp á sérstakt tilboð á veitingum og völdum vörum úr safnabúð. Bókaútgáfan Sæmundur gaf flytjendum bæði ljóða- og tónlistarbókagjöf. 

Ljósmynd: Sigurður Ellert Sigurjónsson.
Ljósmynd: Sigurður Ellert Sigurjónsson.

Ljóð fjalla oftar en ekki um átök, innri átök eins og tilfinningar, sjálfsleit og togstreitu og ytri átök eins og pólitík, stríð og óréttlæti. Vitaskuld eru líka til ljóð sem fjalla um gleði, fegurð og kærleika, því má ekki gleyma. En eins og heimurinn er í dag, átök og óréttlæti beinlínis við bæjardyrnar er ekki svo lítils virði að geta átt stund sem þessa með fólki frá mörgum löndum og á öruggum stað og sameinast við eitthvað sem sameinar okkur. 

Nýjar fréttir