7 C
Selfoss

Vatnstankur fyrir utan bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar

Vinsælast

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Hvergerðingar orðið varir við lyktar- og bragðgalla á drykkjarvatninu síðastliðna viku.

Til að bregðast við þessu hefur bæjarstjórn Hveragerðisbæjar tekið þá ákvörðun að bjóða bæjarbúum upp á frítt drykkjarvatn í dag. Vatnið fengu þau frá nágrönnum sínum á Selfossi og verður aðgengilegt í vatnstanki sem staðsettur er fyrir utan bæjarskrifstofuna.

„Við fengum þessa frábæru hugmynd frá íbúa sem hafði samband við okkur í gær. Við vonum að bæjarbúar taki vel í þetta framtak og nýti sér þetta í dag,“ segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Fólk er hvatt til að mæta með sín eigin ílát og fylla á birgðirnar hjá sér.

Nýjar fréttir