Núna á laugardaginn fór fram Íslandsmót í bardaga sem haldið var í Heiðarskóla í Keflavík. Selfoss sendi níu keppendur til leiks og var árangurinn eftirfarandi:
Dagný María Pétursdóttir var Íslandsmeistari í +67 kg senior flokki kvenna og var valin kvenkeppandi mótsins
Veigar Elí Ölvarsson var Íslandsmeistari í -53 kg cadet flokki karla
Þórunn Sturludóttir Schacht fékk silfurverðlaun í +67 kg flokki karla
Julia Sakowicz fékk silfurverðlaun í +63 kg junior flokki kvenna
Úlfur Darri Sigurðsson fékk silfurverðlaun í -53 kg cadet flokki karla
Björn Jóel Björgvinsson fékk bronsverðlaun í +80 kg senior flokki karla
Katla Mist Ólafsdóttir fékk bronsverðlaun í +67 kg senior flokki kvenna
Loftur Guðmundsson fékk bronsverðlaun í -63 kg junior flokki karla
Arnar Breki Jónsson fékk bronsverðlaun í -73 kg junior flokki karla
Lið Selfoss var í öðru sæti í heildarstiga keppninni á eftir Keflvíkingum.