6.1 C
Selfoss

Emil leggur skóna á hilluna

Vinsælast

Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Staðfesti hann þetta í samtali við karfan.is.

Emil er fæddur árið 1994 og lék hann upp alla yngri flokka Þórs þar til hann hóf að leika fyrir meistaraflokk þeirra árið 2009. Hann hefur leikið með þeim allar götur síðan og verið lykilleikmaður í liðinu sem hefur verið í efstu deild í mörg ár. Hann leiddi liðið tímabilið 2020-2021 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti.

Emil var einnig í yngri landsliðum Íslands árin 2008-2012 og spilaði þar 33 leiki ásamt því að leika fimm leiki fyrir A-landslið Íslands árið 2017.

Nýjar fréttir