Snjólaug Sigurjónsdóttir er matgæðingur vikunnar.
Ég vil þakka frábæru samstarfskonu minni fyrir áskorunina. Ég ætla að gefa Sunnlendingum ítalska uppskrift þar sem nautasteik er í aðalhlutverki. Í lok febrúar var ég á Ítalíu og smakkaði þar rétt sem Ítalir kalla tagliata rucola e grana. Þetta er einfaldur réttur, hollur og svo góður að ég varð að prófa að gera hann sjálf þegar ég kom heim.
Hráefni
Nautasteik – getur verið fille eða sirloin
Ólífuolía
Salt
Pipar
Ferskt rósmarín
Rucola Kirsuberjatómatar
Parmesan ostur
Aðferð
Takið steikina út úr ísskáp 30 mín. áður en hún er elduð
Hellið ólífuolíu á steikina, salti, pipar og öðru kryddi eftir smekk og rósmarín ofan á.
Hitið pönnuna áður en steikin er sett á. Á miðlungs hita steikið hana í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Takið steikina af pönnunni og leyfið henni að liggja á meðan þið setjið rucola og kirsuberjatómata skorna í helming í skál.
Bætið við sneiðum af parmesanosti ofan á salatið.
Skerið steikina í þunnar sneiðar og berið fram með salatinu. Gott er að setja smá balsamik yfir eða meiri ólífuolíu.
Buon appetito!
Ég ætla að skora á Þóru Bjarnadóttur en hún er gúrme kona þegar kemur að mat og á pottþétt einhverja góða uppskrift til að deila með okkur.