Gríðarlegt fjölmenni var á fundi Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem boðaði til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær, þriðjudaginn 25. mars.
Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, voru einnig á fundinum – og tóku ásamt forsætisráðherra opið samtal við Sunnlendinga, beint og milliliðalaust og fjölmargir tóku til máls.

