Alís Yngvason hefur bæst í starfsmannahóp Sjálfsmildi meðferða- og ráðgjafastofu á Selfossi. Hún er iðjuþjálfi með 20 ára starfsreynslu, menntuð í jákvæðri sálfræði og sem núvitundarkennari, ásamt því að hafa sérhæft sig í parameðferð og áfallavinnu. Hún býður upp á einstaklings- og parameðferð með áherslu á áföll, streitustjórnun, sjálfstyrkingu og samskipti. Fyrir starfa hjá Sjálfsmildi hjúkrunar- og fjölskyldufræðingarnir Jónína Lóa Kristjánsdóttir og Ragnheiður Kr. Björnsdóttir.
„Með þessum frábæra liðstyrk munum við enn betur geta veitt stuðning og ráðgjöf fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga sem glíma við ýmiskonar erfiðleika,“ segir í tilkynningu frá stofunni.
„Við hvetjum alla til að skoða heimasíðuna okkar sjalfsmildi.is. Bókanir fara fram í gegnum Noona appið. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst.“
Sjálfsmildi er staðsett á 3. hæð í húsnæði Fjölheima- Fræðsluneti Suðurlands, Tryggvagötu 13, Selfossi.