Vormót Judosambands Íslands var haldið á Akureyri laugardaginn 22. mars sl. Tveir keppendur voru frá Judofélagi Suðurlands og gekk þeim vel.
Agla Ólafsdóttir keppti í sínum flokki undir átján ára og vann þar gull og gerði sér svo lítið fyrir og vann einnig gullverðlaun í flokki undir 21 árs á einstaklega glæsilegan hátt er hún vann mun reyndari keppanda á hreinu kasti eftir stutta viðureign.
Arnar Helgi Arnarsson keppti í flokki undir 100kg og vann þann flokk nokkuð auðveldlegaog er hann kominn í hóp sterkustu judomanna Íslands.