3.5 C
Selfoss

Fjöldi fólks mætti á opið hús Þjórsárskóla

Vinsælast

Fimmtudaginn 13. mars var opið hús í Þjórsárskóla það sem breytingar á húsnæði og aðstöðu skólans sem unnið hefur verið að frá vori 2024 voru sýndar. Fjöldi manns mætti á svæðið, fengu leiðsögn um skólann og svör við kennsluháttum og skólastarfi almennt.

Nemendur og kennari í Tónlistarskóla Árnesinga spiluðu nokkur lög fyrir gesti, boðið var upp á léttar veitingar og samveru í húsnæðinu sem skapar möguleika á frábæru skóla- og frístundastarfi.

Frístundaleiðbeinandi félagsmiðstöðvarinnar tók á móti gestum í aðstöðunni í kjallara skólans. Vilborg Ástráðsdóttir færði skólanum tvær smásjár að gjöf sem munu nýtast mjög vel í kennslunni. Bergljót Þorsteinsdóttir gaf skólanum bókina Jörðin í öllu sínu veldi.

Þetta var einstaklega skemmtilegur dagur og gaman að finna áhuga fólks á skólastarfinu okkar. Við sem vinnum í Þjórsárskóla erum stolt af skólahúsnæðinu okkar og starfinu sem við vinnum með nemendum. Það er gaman að geta rætt og sýnt verkin okkar, því skólinn er mál okkar allra,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Til hamingju allir með þennan frábæra skóla þar sem fagmennska er í fyrirrúmi í samheldnum hópi starfsmanna.

Nýjar fréttir