Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, boðar til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þriðjudaginn 25. mars kl. 17:30.
Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verða einnig á staðnum og taka ásamt forsætisráðherra opið samtal við Sunnlendinga, beint og milliliðalaust.
Hvað brennur á þér? Hvernig gerum við Ísland betra? Hvað er framundan hjá nýrri ríkisstjórn? Ræðum málin á Eyrarbakka, 25. mars kl. 17:30.
Frekari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði.