Hanna Björg Hjartardóttir er matgæðingur vikunnar.
Ég vil þakka æskuvinkonu minni fyrir áskorunina. Ég er ekki mjög dugleg að fara eftir nákvæmum uppskriftum, heldur er ég mikil dasskona og smakka mig til. En ég gef Sunnlendingum fljótlega uppskrift að góðum pastarétt sem ég setti saman einn góðan veðurdag í masterskrifum uppi í bústað.
3-4 skarlottslaukar skornir í þunnar sneiðar.
¾ askja af sveppum skornir niður
½-1 krukka af sólþurrkuðum tómötum skorið niður
Allt þetta smjörsteikt (með íslensku smjöri) á pönnu þangað til það er mjúkt
1/2 l rjómi
1-2 msk. rjómaostur með karamellíseruðum lauk
1 tsk af óskarkrafti (sveppa eða nauta)
1 tsk af sultu (rifsberjahlaup er mjög gott)
½ krukka af rauðu pestói (má vera heil fyrir pestóelskendur)
Kryddið að vild og smakkið til. Ég nota mikið PSG-krydd frá BBQ-kónginum .
Aðferð
Sjóðið einn pakka af Rana Ravioli fersku pasta með ricotta og spínat + einn pakka af Rana Ravioli ferskt pasta fjögurra osta.
Setjið smá af pastavatninu með í réttinn.
Leyfið þessu að malla aðeins.
Berið fram með rifnum parmesan osti.
Ég vil skora á samstarfskonu mína, hana Snjólaugu Sigurjónsdóttur. Hún hefur svo margar góðar og framandi uppskriftir í fórum sínum.