6.6 C
Selfoss

Norsku læknarnir læra íslensku

Vinsælast

Tveir norskir læknar hafa verið ráðnir í Rangárþing. Eins og fram hefur komið hefur gengið illa að ráða íslenska lækna í umdæmið. Kari Wessel Larsen hefur þegar hafið störf og í apríl mun Ingunn Henriksen Leeber bætast í hópinn. Þær eru eins og áður sagði báðar norskar og hafa áralanga reynslu sem heimilislæknar.

Kari er einnig sérhæfð í lífvísindum og hefur sótt fjölmörg námskeið sem meðal annars tengjast bráðaþjónustu. Hún hefur mikla reynslu af því að starfa í dreifbýlum héruðum sem reiða sig á bráðaþjónustu.

Ingunn er sérhæfð í almennri læknisfræði og hefur líkt og Kari mikla reynslu af bæði heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni í Noregi auk bráðaþjónustu.

Á síðu HSU kemur fram að báðar séu spenntar að taka á móti skjólstæðingum HSU á heilsugæslunni í Rangárþingi.

Eitthvað hefur verið um neikvæða umræðu þar sem gagnrýnt er að læknarnir séu ekki frá Íslandi og tali ekki íslensku. Það geti valdið samskiptaörðugleikum að mati margra. Bæði Kari og Ingunn hafa þó nú þegar hafið nám í íslensku.

Nýjar fréttir