3.4 C
Selfoss

Opið hús í tilefni 50 ára afmælis Brimvers

Vinsælast

Í tilefni af 50 ára afmæli leikskólans Brimvers á Eyrarbakka verður opið hús 17. mars kl: 15-17.

Leikskólinn var stofnaður 17. mars árið 1975. Þá var aðeins ein deild á leikskólanum og fyrstu árin var hann opinn frá kl. 13-19. Árið 1982 flutti hann í nýtt núverandi húsnæði og var opinn frá kl. 8-17:15. Byggt var við leikskólann árið 1999 og varð hann þá tveggja deilda.

Leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri voru sameinaðir í einn leikskóla, Heilsuleikskólann Brimver/Æskukot, árið 2011.

Vorið 2022 var gerð nafnabreyting á heiti leikskólans og ber hann nú eitt nafn í stað tveggja. Nafnið Strandheimar vísar til strandlengjunnar sem tengir þorpin saman.

„Gaman væri að sjá sem flesta sem hafa komið að leikskólanum Brimveri í gegnum árin í leik og starfi,“ segir í tilkynningu frá leikskólanum.

Nýjar fréttir