3.4 C
Selfoss

Dímon Hekla og Hamar HSK-meistarar í blaki

Vinsælast

HSK-mót karla og kvenna í blaki lauk nýverið. Dímon Hekla bar sigur úr býtum í kvennaflokki og Hamar vann með fullt hús stiga í karlaflokki.

Seinni umferð HSK kvenna var spiluð á tveimur kvöldum þar sem tíu lið voru skráð til leiks.

Um neðri sæti mótsins var spilað þriðjudaginn 4. mars á Laugarvatni en um efri sætin þann 10. mars á Flúðum. Kvöldin voru bæði löng og ströng og klukkan var farin að ganga tólf á miðnætti þegar allir leikir höfðu verið spilaðir. Bæði kvöldin heppnuðust vel og voru margar oddahrinur spilaðar enda oft ansi mjótt á munum.

Úrslitin voru eftirfarandi:

1. Dímon Hekla A – 11 stig
2. Hrunakonur A – 10 stig
3. Laugdælur A – 5 stig
4. Dímon Hekla B – 4 stig
5. Laugdælur B
6. Dímon Hekla C
7. Hrunakonur B
8. Mímir
9. Hamar
10. Hvöt.

Verðlaunaafhending.
Ljósmynd: Aðsend.
Verðlaunahafar HSK-móts kvenna í blaki.
Ljósmynd: Aðsend.

Hsk-mót karla var einnig á dögunum og eru Hamarsmenn HSK-meistarar karla í blaki árið 2025 með fullt hús stiga.

Úrslitin voru eftirfarandi:

  1. Hamar 12 stig
  2. UMFL 8 stig
  3. UMFH 7 stig
  4. Mímir 3 stig
  5. Naglar 0 stig

Fyrri umferð fór fram á Laugarvatni 19. nóvember en sú seinni á Flúðum þann 5. mars og tóku fimm lið þátt sem er fjölgun um tvö.

Keppendur HSK-móts karla í blaki.
Ljósmynd: Aðsend.
Lið Hamars.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir