Árið 2025 fagnar Sniglabandið 40 ára afmæli sínu og hefur það að þeirra sögn aldrei verið betra. Á þessum tímamótum hafa þeir ákveðið að halda tónleika á Sviðinu á Selfossi þann 8. mars næstkomandi.
Bandið er þekkt fyrir frábæra spilamennsku, sprúðlandi húmor og óvæntar uppákomur á tónleikum.
„Á Sviðinu verða rifjuð upp nokkur eftirminnileg augnablik úr sögu hljómsveitarinnar frá þeim tíma er allt var látið vaða eins og enginn væri morgundagurinn. Hér er einstök kvöldstund í vændum“, segir í tilkynningu frá bandinu.
40 ára afmæli Sniglabandsins á Sviðinu
