Dfs.is og Dagskráin eru komin í nýtt samstarf við Bobbýardætur. Þær eru með verslun að Breiðumörk 13 í Hveragerði og netverslunina bobby.is. Þær munu bjóða lesendum upp á sirka eina prjónauppskrift á mánuði og er fyrsta uppskriftin Lottu húfa sem hentar jafnt börnum sem fullorðnum.
Stærðartafla
Stærðir | 6 mán – 2 ára | 2 – 10 ára | Fullorðins |
Höfuðmál | 40 – 45 cm | 46 – 50 cm | 53 – 60 cm |
Lengd í cm að úrtöku | 22 – 25 cm | 25 – 28 cm | 31 – 34 cm |
Athugið að höfuð fólks eru misstór og því gott að taka mál áður en hafist er handa.
GARN:
Trend Merino eða það garn sem hentar prjónfestunni.
Garnið fæst hjá Bobbý Hveragerði og bobby.is
Stærðir | 6 mán – 2 ára | 2 – 10 ára | Fullorðins |
Garnmagn | 50 gr | 100 gr | 100 – 150 gr |
Prjónfesta er 20 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á 4 mm prjóna
ÞAÐ SEM ÞARF:
Hringprjóna 4 mm, 40 cm.
Sokkaprjóna /crazy trio 4 mm.
Stoppunál til að ganga frá endum.
TÆKNIUPPLÝSINGAR :
Húfan er prjónuð í hring, tvær sléttar lykkjur og tvær brugðnar lykkjur.
UPPSKRIFT:
Fitjið laust upp, 88 – 100 – 112 lykkjur á 4 mm prjóna og prjónið tvær lykkjur slétt og tvær lykkjur brugðið út umferð, setið prjónamerki við upphaf svo þið vitið hvar umferð byrjar og endar.
Prjónið húfuna þar til að verkið mælist 22 – 25 cm – 25 – 28 cm – 31 – 34 cm.
ATH! Gert er ráð fyrir uppábroti á þessari húfu ca 7 – 9 cm, ef því er sleppt má stytta cm á
stykkinu um þá cm2 / 2 | www.bobby.is
ÚRTAKA:
- Úrtaka, “prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur brugðnar saman, (verður 1 lykkja)”.
Prjónið áfram eins og sagt er innan gæsalappanna (“…”).
- Prjónið fjórar umferðir án úrtöku, 2 lykkjur slétt 1 lykkja brugðin.
- Úrtaka “prjónið 2 lykkjur slétt saman (verður 1 lykkja) prjónið 1 lykkju brugðið”.
Prjónið áfram út umferðina eins og sagt er innan gæsalappa (“…”)
- Prjónið tvær umferðir án úttöku.
- Úrtaka, prjónið tvær lykkjur saman alla umferðina.
- Prjónið eina umferð slétt, slítið frá, hafið ca 15 cm spotta til að loka húfunni.