Kennarahópur í Stekkjaskóla hefur ákveðið að taka ekki forföll ótímabundið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum kennara.
Greint er frá þessu á heimasíðu skólans.
Ákvörðun þessi er tekin til að sýna forystu KÍ og þeim kennurum sem standa vaktina í verkföllum stuðning í verki.
Af þessum sökum er viðbúið að ekki verði hægt að manna allar kennslustundir og þar af leiðandi gæti orðið nauðsynlegt að senda nemendur heim.