Íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir þreyttir á ítrekuðum skemmdarverkum á bifreiðum í bæjarfélaginu. Öll skemmdarverkin hafa verið framin í sama hverfi- Sambyggð. Umræður hafa skapast um verknaðinn á íbúasíðu bæjarfélagsins á Facebook. Fólk er að lenda í því að númeraplötur séu teknar af bílum og brotnar í tvennt, armar á bílum eru brotnir, rúðurþurrkum stolið og einn tekur fram að búið hafi verið að losa alla bolta á framdekki á bílnum hans og segir hann heppilegt að ekki hafi farið illa. Lögreglunni hefur verið gert viðvart um málið en íbúar óttast að verknaðurinn haldi áfram sé ekkert gert.