6.7 C
Selfoss

Hinrik bestur í Norður-Evrópu

Vinsælast

Í gær lauk undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í Wales 2026. Ísland átti nokkra keppendur og var Selfyssingurinn Hinrik Örn Lárusson á meðal þeirra. Hann gerði sér lítið fyrir og vann keppnina fyrir Norður- Evrópu með dyggri aðstoð Andrésar Björgvinssonar. Þeir kepptu á vegum Lux veitinga. Með sigrinum unnu þeir sér inn rétt til þess að keppa í Wales dagana 16. til 19. maí 2026.

Þeir félagar höfðu tvo klukkutíma til að elda tvo rétti þar sem skylduhráefni voru Sterling-lúða, kálfahryggjarvöðvi og kálfalifur. 

Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt og hlutu sex þeirra gullviðurkenningu fyrir rétti sína. 

Í öðru sæti var Tommy Jespersen frá Danmörku og í þriðja sæti var Emil Persson frá Svíþjóð. 

Réttirnir sem Hinkrik og Andrés elduðu voru eftirfarandi:

Forréttur:
Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi & fennel fræjum 
Freyðandi lúðusósa með kampavíni og ristuðu næringargeri 
Grænmetispressa með heslihnetum og möndlukremi 
Blómkál í smjörsósu og ristað blómkálsmauk 
Sýrður rjómi með eplum, piparrót og dillsósu

Forréttur Hinriks og Andrésar.
Ljósmynd: Kokkalandsliðið.

Aðalréttur:
Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa 
Ofnbakaðir sveppir & sveppafylling ásamt kálfalifrarfroðu Gullaugakartöflur & Feykir 
Sýrður laukur, laukflan & brokkolí ragú með saltaðri sítrónu 
Kálfasoðsósa 

Aðalréttur Hinriks og Andrésar.
Ljósmynd: Kokkalandsliðið.

Nýjar fréttir