2.8 C
Selfoss

Eldur kom upp í Gróðurhúsinu í Hveragerði

Vinsælast

Eldur kviknaði í gölluðum djúpsteikingarpotti á hamborgarastaðnum Yuzu í Gróðurhúsinu í Hveragerði um hádegisbil. Ekki var búið að opna mathöllina þegar eldur kviknaði og voru fáir í húsinu. Slökkviliðið var kallað á staðinn og náði það snögglega tökum á eldinum.

Valgarð Sörensen, einn eiganda Gróðurhússins, sagði að viðbrögð starfsmanna hafi verið snögg og tjón sé lítið. Nú sé verið að reykræsta húsið svo hægt sé að bjóða fólki inn. Hann gerir ráð fyrir að mathöllin opni fyrir gesti seinni partinn í dag, að Yuzu undanskildum.

Eldurinn kom út frá gölluðum djúpsteikingarpotti.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Slökkviliðið náði fljótt tökum á eldinum.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.

Nýjar fréttir