6 C
Selfoss

Verkföll framundan í Hveragerði og Ölfusi

Vinsælast

Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands hafa boðað verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum. Ölfus og Hveragerðisbær eru meðal þeirra ásamt Akraneskaupstað.

Félagsfólk í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ), sem starfar hjá sveitarfélögunum Ölfusi og Hveragerðisbæ, hefur samþykkt verkfallsboðun frá 3. mars næstkomandi. Einn grunnskóli er í Ölfusi og einn í Hveragerðisbæ. Samkvæmt lögum þurfa allir skólar sveitarfélaga sem taka þátt í aðgerðum að fara í verkfall. Verkfallsboðun nær einnig til félagsfólks sem starfar á skólaskrifstofum sveitarfélaganna. Verkföllin verða tímabundin og standa til og með 21. mars 2025.

Kennarafélag Íslands greinir frá þessu á síðu sinni.

Félagsfólk FG, FL og SÍ, sem starfar í fyrrgreindum sveitarfélögum, samþykkti verkfallsboðun með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð, á bilinu 60% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 13.-14. febrúar.

Nýjar fréttir