9.7 C
Selfoss

Þrír Selfyssingar hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í iðnnámi

Vinsælast

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR) fór fram á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels laugardaginn 8. febrúar sl. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra voru viðstaddar ásamt 28 nýsveinum, meisturum þeirra, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum gestum.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi og áttu Selfyssingar þar þrjá sveina. Benjamín Guðnason var fremstur meðal jafningja á sveinsprófi í matreiðslu vorið 2024. Hann hóf sína vegferð haustið 2020 í Fjölbrautaskóla Suðurlands með grunnnámi í matvæla- og ferðagreinum undir stjórn Guðríðar Egilsdóttur. Ágúst Leósson fékk viðurkenningu fyrir blikksmíði og Hörður Örn Kárason viðurkenningu fyrir málaraiðn. Meistarinn hans Ágústs er Þröstur Hafsteinsson hjá ÞH blikk á Selfossi og er Ágúst þriðji nemi hans sem hlýtur þessa viðurkenningu.

Ágúst segir að Þröstur sé kröfuharður á góðan hátt og þekki blikkvinnuna út og inn. Hann passar að nemar hafi náð góðum tökum á handbragðinu sem þarf að tileinka sér til að skila sveinsprófi á góðan hátt. „En helst er það að hann er góður kennari og gefur mönnum tíma og leiðsögn til að tileinka sér góð vinnubrögð í blikksmíðinni,“ segir Ágúst í samtali við Dagskrána.

Benjamín Guðnason ásamt Höllu Tómasdóttur.
Ljósmynd: Aðsend.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nýjar fréttir