4.5 C
Selfoss

Fjölmenni á sýningaropnun í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Fjölmenni kom á opnun í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn þar sem þrjár nýjar sýningar opnuðu. Sendiherra Indlands R. Ravindra hélt opnunarræðu ásamt safnstjóra safnsins Kristínu Scheving og sýningarstjórarnir Pari Stave og Daría Sól Andrews héldu einnig stuttar ræður í tilefni dagsins.

Sendiherra Indlands, R. Ravindra.
Ljósmynd: Aðsend.
Listamenn í sal 4 með Steinunni Jónsdóttur og Daríu Sól Andrews.
Ljósmynd: Aðsend.

Indverska sendiráðið bauð upp á veitingar sem og Matkráin sem styrkir allar sýningar safnsins með snittum.

Ljósmynd: Aðsend.

Sýningarnar standa yfir þangað til í ágúst þannig að það verður nægur tími til að koma og njóta en best er að koma nokkrum sinnum því margt er að sjá, alls sýna 23 listamenn verk sín í safninu um þessar mundir og þar á meðal 12 indverskir listamenn.

Listamenn.
Ljósmynd: Aðsend.

Það er ókeypis aðgangur í safnið og er opið alla daga nema mánudaga fram á sumar, og nú mun safnið bjóða upp á langa fimmtudaga þar sem boðið verður upp á viðburði til kl. 21:00. Við tökum vel á móti uppástungum um viðburði og hægt er að senda póst á listasafn@listasafnarnesinga.is

13. febrúar verður boðið upp á ókeypis teikninámskeið fyrir byrjendur og er það breski teiknarinn Simon Barnes sem kennir á því námskeiði. Sjá meira á vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. 

Safnið er rekið af Héraðsnefnd Árnessýslu og hlýtur einnig styrki frá Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Barnamenningarsjóði, Hveragerðisbæ og einnig hafa einkaaðilar stutt við starfið sem við þökkum innilega fyrir.

Nýjar fréttir

JÓLAHÚFA GUMMA LITLA

Jólahugleiðing

Ævintýri á Jólaey