3.9 C
Selfoss

Óskaland í Hveragerði í verkfall

Vinsælast

Kennaraverkföll hefjast á morgun í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum náist ekki að semja fyrir þann tíma.

Leikskólinn Óskaland í Hveragerði er einn af þeim leikskólum sem fara í ótímabundið verkfall. Eins og staðan er núna er enginn annar skóli á Suðurlandi sem tekur þátt í komandi verkfallsaðgerðum.

Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað 29. nóvember sl. Fjölbrautarskóli Suðurlands er einn af þeim skólum sem voru í verkfalli.

Greint verður frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir.

Nýjar fréttir