Stærsta flutningaskip sem komið hefur til Þorlákshafnar lagðist að Suðurvararbryggju í gærkvöld. Skipið heitir MV Lista en það er 193 metra langt og 26 metra breitt. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í höfnina til að líta skipið augum.
Smyril Line er með skipið á leigu en það kemur í stað Glyvursnes sem skemmdist í eldsvoða í byrjun janúar. Lista mun sigla til Þorlákshafnar þar til ný skip Smyril Line verða tilbúin en félagið er að smíða tvö ný skip sem eru af svipaðri stærð.