3.9 C
Selfoss

Grunnskólinn í Hveragerði með sjö verðlaun af níu

Vinsælast

Grunnskólinn í Hveragerði á sjö vinningshafa í ensku smásagnakeppninni 2024 sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir.

Keppnin er haldin í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september og taka nemendur í 5. – 10. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði þátt á hverju ári. Smásögurnar verða að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þema sem að þessu sinni var orðið „FAKE“.

„Skemmst er frá því að segja að nemendur á miðstigi hlutu hvorki meira né minna en öll sex verðlaunin sem í boði voru og einn nemandi hlaut verðlaun á elsta stigi. Skólinn á því sjö vinningshafa af níu í flokki grunnskólanemenda sem er alveg magnað og virkilega gleðilegt,“ segja Genimar Lopez og Ólafur Jósefsson, enskukennarar skólans.

Í flokknum 5. bekkur og yngri unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:

Magdalena Sigurjónsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Dog.
Matthildur Sara Ágústsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Life.
Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir í 5. AJK fyrir söguna Alien In a Human’s World.

Í flokknum 6. – 7. bekkur unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:

Baltasar Björn Sindrason í 6. LH fyrir söguna The Stolen Sweets.
Snædís Freyja Stefánsdóttir í 7. ILH fyrir söguna Mizuki Cat.
Heiðdís Lilja Sindradóttir í 6. GH fyrir söguna Brave.

Í flokknum 8. – 10. bekkur vann Bryndís Klara Árnadóttir í 10. MÍ til verðlauna fyrir söguna Allan.

Verðlaunaafhending fer fram í mánudaginn 17. febrúar í Veröld – Húsi Vigdísar. Sendiherra Bretlands Dr. Bryony Mathew mun afhenda verðlaunin.

Nýjar fréttir