1.1 C
Selfoss

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti Árborg

Vinsælast

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti Sveitarfélagið Árborg í gær. Tilgangurinn var að kynna sér skóla- og frístundastarf í sveitarfélaginu.

Bragi Bjarnason bæjarstjóri, Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Gunnar Eysteinn deildarstjóri frístundaþjónustu ásamt fleiri starfsmönnum tóku á móti Ásthildi í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Þar var starfsemi félagsmiðstöðvarinnar kynnt ásamt þróunarverkefni þeirra, Elju, sem ætlað er að auka félagsvirkni barna og ungmenna. 

Fjölbrautaskóli Suðurlands var sóttur heim við góðar móttökur Soffíu Sveinsdóttur skólameistara, ásamt aðstoðarskólameistara og nemendum. Ráðherra fékk kynningu á skólanum og kynntist starfsfólkinu.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sigursveini Sigurðssyni aðstoðarskólameistara og nemendunum Dýrleifu og Sigurði.

Þriðji viðkomustaðurinn var á leikskólanum Jötunheimum þar sem Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri tók á móti ráðherra, ásamt aðstoðarleikskólastjóra og Heiðu Ösp. Júlíana sagði frá því faglega starfi sem þar er og einnig hvernig þau ná að halda utan um sinn glæsilega starfsmannahóp.

Í leikskólanum Jötungheimum.

Nýjar fréttir