-0.2 C
Selfoss

Matvælastofnun veitir Thor landeldi ehf. rekstrarleyfi

Vinsælast

Matvælastofnun hefur veitt Thor landeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi vestan Þorlákshafnar. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 13.150 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á laxi, bleikju og regnbogasilungi.

Thor landeldi ehf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 13.150 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi í Þorlákshöfn. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 2. mars 2023. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Nýjar fréttir