1.7 C
Selfoss

Skora á Guðrúnu Hafsteins að gefa kost á sér til formanns

Vinsælast

Sjálfstæðisfélag Hveragerðis skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að gefa kost á sér til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fram fer 28. febrúar – 2. mars næstkomandi.

Félagið telur Guðrúnu réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.

Þá hefur hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún er.

Undirritað fyrir hönd félagsins 

Ingibjörg Zoëga,

formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði.

Nýjar fréttir