Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 68 herbergja lúxushótel á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun bera nafnið Hótel Lóa, rís á lóðinni við hliðina á Apótekaranum og beint á móti Lava. Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og framkvæmdir komnar á fullt. Áætlað er að hótelið opni í sumar.
Hópur fjárfesta mun sjá um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. Með tilkomu þess verða um 30 ný störf til á Hvolsvelli.