Eiríkur Arnarsson er matgæðingur vikunnar.
Ég þakka Sigga fyrir þessa áskorun, það er óhætt að segja að draumur hafi ræðst að fá að deila uppskrift með ykkur Sunnlendingum.
Mér finnst janúar vera svona ekta pottréttamánuður og þess vegna ætla ég að koma með appelsínulambapottrétt.
800 g lambagúllas
2 appelsínur
Börkur af ½ appelsínu
Dass af engifer rifið niður
1 stór laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk paprikukrydd
2 tsk oreganó
3 tsk gróft salt og 1 tsk grófur pipar, eða eftir smekk
400 ml rjómi
Ein væn tsk af hindberjasultu eða öðru svipuðu
Aðferð
Blandið saman kjötinu, safa úr 2 appelsínum, appelsínuberki og engiferi. Látið standa í svona 30 mín.
Steikið laukinn og hvítlaukinn á lágum hita upp úr smjöri þar til laukurinn verður mjúkur og gylltur. Bætið svo kjötinu út í með appelsínusafanum og kryddið.
Sjóðið þetta niður þar til safinn er farinn að þykkna og bætið þá rjómanum út í. Svo má þetta bara malla í lágmarki 25 mín. en því lengur því betra. Bætið svo sultunni út í.
Borið fram með hrísgrjónum og naanbrauði.
Ég ætla að skora norska vin minn hann Tor Steinsson Sorknes til að koma með eitthvað girnilegt í næstu viku.