-3.2 C
Selfoss

Píla vinsæl í Rangárþingi ytra

Vinsælast

Pílunefnd ungmennafélagsins Heklu hélt nýlega mót í íþróttahúsinu á Hellu. Viktor Eiríksson sigraði mótið og Kristinn Sigurlaugsson sigraði svokallaðan forsetabikar.

Þetta er annað mót nefndarinnar sem var formlega stofnuð á síðasta aðalfundi umf. Heklu, haustið 2024. Æfingar hópsins hófust þó mun fyrr eða í mars 2022. Sindri Snær Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir að þá hafi þetta verið 6 manna hópur sem hefur farið ört stækkandi. Hann tekur einnig fram að undanfarið hafi píla verið í boði sem valgrein hjá Grunnskólanum á Hellu og hafi hún verið eftirsóttasta valgreinin síðustu misseri.

Áhuginn er augljóslega mikill og fer vaxandi. Æft er tvisvar í viku og iðkendahópurinn stækkar sífellt. Á fyrsta mótinu tóku 13 þátt en í þetta skiptið mættu 26 til leiks svo ljóst er að pílan er í sókn.

Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 20–22 í kjallara íþróttahússins á Hellu og hvetur Sindri öll áhugasöm til að mæta og kasta með þeim.

Píla hentar fólki á öllum aldri og ekki þarf neina reynslu til að byrja.

Nýjar fréttir